Bókaðu tíma í síma 533-5577 eða sendu póst á bonafide@bonafide.is.

Opunartími skrifstofu Bonafide lögmanna er frá 9-12 og 13 - 16.

UM OKKUR

Bonafide lögmenn er lögmannsstofa stofnuð árið 2009 af héraðsdómslögmönnunum og Vestmannaeyingunum Lúðvík Bergvinssyni og Sigurvini Ólafssyni.  Hjá Bonafide lögmönnum starfa þrír lögmenn auk skrifstofustjóra.

Starfsfólk stofunnar sinnir málaflokkum á öllum sviðum lögfræðinnar fyrir einstaklinga, fyrirtæki, opinberar stofnanir, sveitarfélög og erlenda aðila. Í öllum sínum störfum hafa Bonafide lögmenn að leiðarljósi fagmannleg og metnaðarfull vinnubrögð, heiðarleika og virðingu fyrir viðskiptavininum. Sérstök áhersla er lögð á skapandi vinnubrögð og samvinnu til að finna lausnir í þeim verkefnum sem starfsmenn stofunnar fást við. Gleði, góður liðsandi og samheldni og samvinna starfsfólks eru mikilvægir þættir í daglegu starfi Bonafide lögmanna.

 

FÓLKIÐ OKKAR

Hjá Bonafide lögmönnum vinnur öflugur og samheldinn hópur starfsfólks sem leggur metnað sinn í að finna bestu úrlausn mála.

 

LÚÐVÍK BERGVINSSON

Lögmaður
og eigandi

Senda fyrirspurn

Lúðvík Bergvinsson er Vestmannaeyingur fæddur árið 1964. Hann stofnaði Bonafide lögmenn árið 2009 ásamt Sigurvini Ólafssyni. Þar áður hafði Lúðvík setið á þingi í 14 ár. Hann var kosinn á Alþingi árið 1995 og var þingmaður Suðurlands, síðar Suðurkjördæmis, allt til ársins 2009.  Hann var formaður þingflokks Samfylkingarinnar 2007-2009. Á árum sínum sem þingmaður sat Lúðvík í ýmsum nefndum, þar á meðal menntamálanefnd, landbúnaðarnefnd, sérnefnd um stjórnarskrármál, sjávarútvegsnefnd, samgöngunefnd, allsherjarnefnd, efnahags- og viðskiptanefnd, kjörbréfanefnd, félagsmálanefnd, utanríkismálanefnd og Þingvallanefnd. Hann sat í auðlindanefnd forsætisráðherra á árunum 1998-2000. Lúðvík var í Íslandsdeild VES þingsins árin 1999-2003 og í Íslandsdeild þingmannanefndar EFTA árin 2003-2007.

Lúðvík er með málflutingsréttindi fyrir héraðsdómi og Landsrétti.

Lúðvík er mikill golfáhugamaður; spilar golf, horfir á golf og ferðast til útlanda til að spila golf. Hann spilaði einnig knattspyrnu með ÍBV og Akranesi á sínum tíma og heldur sér við með fótboltaæfingum og lyftingum.

Starfssvið

Helstu starfssvið Lúðvíks eru fjármögnunarsamningar, stjórnsýsluréttur, fjármuna- og félagaréttur, verðbréfamarkaðsréttur, ábyrgðamál, orku- og auðlindaréttur með sérstakri áherslu á vatnsréttindi og sjávarútveg. Einnig starfar hann á sviði slysa- og skaðabótaréttar, sakamála, fasteignaréttar, verðbréfamarkaðsréttar, höfundarréttar og í greiðsluaðlögunarmálum. Málflutningur tekur drjúgan tíma í starfi Lúðvíks.  Lúðvík hefur réttindi til að flytja mál fyrir Héraðsdómi og Landsrétti.

Menntun

Málflutningsréttindi fyrir Héraðsdómi 2009

Meistarapróf í lögfræði frá Háskóla Íslands 1991

Skipstjórnarréttindi á 30 tonna skip

Starfsferill

Héraðsdómslögmaður hjá Bonafide lögmönnum frá 2009

Formaður þingflokks Samfylkingarinnar 2007 - 2009

Bæjarfulltrúi í Vestmannaeyjum 2002 - 2006

Þingmaður Suðurlands, síðar Suðurkjördæmis, 1995-2009

Yfirlögfræðingur í umhverfisráðuneytinu 1994 - 1995

Deildarstjóri hjá Rannsóknarlögreglu ríkisins 1993 - 1994

Fulltrúi bæjarfógeta, síðar sýslumanns, í Vestmannaeyjum 1991 - 1994

Netfang:  ludvik@bonafide.is

SIGURVIN ÓLAFSSON

Lögmaður
og eigandi

Senda fyrirspurn

Sigurvin Ólafsson er Vestmannaeyingur fæddur árið 1976. Hann stofnaði Bonafide lögmenn árið 2009 ásamt Lúðvík Bergvinssyni. 

Sigurvin er eflaust þekktastur fyrir fótboltaiðkun sína, enda varð hann nokkrum sinnum á ferlinum Íslandsmeistari í knattspyrnu. Hann er líka mikill golfáhugamaður og forgjöfin lækkar um leið og sólin hækkar.

Sigurvin hefur birt fjölda greina á netmiðlinum Pressunni, þar sem honum er meðal annars hugleikin framkoma fjármálafyrirtækja gagnvart einstaklingum og fyrirtækjum í uppgjörinu eftir hrun.

 

Starfssvið

Helstu starfssvið Sigurvins eru fjármuna- og félagaréttur, almennur samninga- og kröfuréttur, neytendaréttur, uppgjör gengistryggðra samninga, ábyrgðamál, fasteignaréttur, greiðsluaðlögun og málflutningur, auk sakamála. Málflutningur tekur drjúgan tíma í starfi Sigurvins.

Menntun

Málflutningsréttindi fyrir Héraðsdómi 2008

Meistarapróf í lögfræði frá Háskólanum í Reykjavík 2007

 

Starfsferill

Héraðsdómslögmaður hjá Bonafide lögmonnum frá 2009

Lögfræðingur og lögmaður hjá Juris 2007 - 2009

Fréttamaður hjá fréttastofu Ríkisútvarpsins 2005

Garðsláttumaður 2000 - 2005

Knattspyrnumaður 1993 - 2007

 

Netfang:  sigurvin@bonafide.is

KOLBRÚN ARNARDÓTTIR

Lögmaður

Senda fyrirspurn

Kolbrún Arnardóttir er fædd árið 1986 og er Árbæingur.  Áður en Kolbrún kom til starfa hjá Bonafide lögmönnum starfaði hún m.a. hjá Arion banka og Actavis.

Kolbrún er tæknisérfræðingurinn á stofunni og þegar eitthvað bjátar á í þeim málum er kallað á Kolbrúnu. Helstu áhugamál hennar eru útivist, ferðalög og alls kyns íþróttir.

 

Starfssvið

Helstu starfssvið Kolbrúnar eru skiptaréttur, innheimta, sifjamál, slysa- og skaðabótaréttur, upplýsingaréttur, neytenda- og bankaréttur, íþróttaréttur o.fl..

Menntun

Málflutningsréttindi fyrir héraðsdómi 2016

Meistarapróf í lögfræði frá Háskóla Íslands 2013

BA-próf í lögfræði frá Háskóla Íslands 2011

Starfsferill

Héraðsdómslögmaður hjá Bonafide lögmönnum frá 2016

Lögfræðingur hjá Bonafide lögmönnum 2012 - 2016

Laganemi á lögfræðisviði Arion banka 2010-2012

Starfsmaður í skráningardeild hjá Actavis 2006 - 2008

 

Netfang:  kolbrun@bonafide.is

ÞÓRA GUNNARSDÓTTIR

Skrifstofustjóri

Senda fyrirspurn

Þóra Gunnarsdóttir er Reykvíkingur fædd árið 1965.

Hún er skrifstofustjóri Bonafide lögmanna.

 

Starfssvið

 

Þóra annast daglegan rekstur Bonafide lögmanna.

Menntun

BA-próf í félagsfræði frá Háskóla Íslands 2004

Starfsferill

Skrifstofustjóri Bonafide lögmanna frá 2009

Verkefnastjóri hjá Kvikmyndamiðstöð Íslands 2004 - 2009

Innkaup á erlendu sjónvarpsefni fyrir Stöð 3, Wizja TV og RÚV 1996 - 2002

Innlend dagskrárgerð og innkaup á erlendu sjónvarpsefni 1986 - 1996 hjá Stöð 2

Netfang:  thora@bonafide.is

STARFSSVIÐ BONAFIDE LÖGMANNA

Starfssvið Bonafide lögmanna er víðfeðmt líkt og lögfræðin. Við tökum að okkur mál fyrir einstaklinga, fyrirtæki, sveitarfélög, stofnanir, stjórnsýsluna og erlend fyrirtæki. Ekkert verkefni er of lítið eða of stórt fyrir Bonafide lögmenn. 

Hér eru nokkur dæmi um þau svið lögfræðinnar sem við leggjum áherslu á:  

 • almannatryggingaréttur
 • almenn lögfræðiþjónusta
 • ábyrgðarmannamál
 • bygginga- og skipulagslöggjöf
 • EES-samningurinn
 • eignarréttur
 • eignaumsýsla
 • Evrópuréttur
 • fasteignagallamál
 • fjölmiðla- og fjarskiptaréttur
 • flutninga- og sjóréttur
 • gerðardómur
 • gjaldþrot
 • greiðsluaðlögun
 • greiðslustöðvun
 • hugverka- og höfundarréttur
 • íþróttaréttur
 • jafnréttismál
 • kaup og sala fyrirtækja
 • landbúnaðarréttur
 • lögfræði fjármálafyrirtækja
 • mannréttindi
 • málflutningur
 • nauðasamningar
 • neytendavernd
 • orku- og auðlindaréttur
 • réttargæsla
 • samkeppnisréttur
 • samningaréttur og samningagerð
 • samruni og yfirtaka fyrirtækja
 • sáttamiðlun
 • sifjaréttur
 • skaðabótaréttur
 • skattaréttur
 • stjórnskipunarréttur
 • stjórnsýsluréttur
 • stofnun fyrirtækja
 • sveitastjórnarréttur
 • upplýsingaréttur
 • vátryggingaréttur
 • veðréttur
 • verðbréfaréttur
 • verjendastörf
 • verktakaréttur
 • vinnumarkaðsréttur

Gjaldskrá

Meðfylgjandi er gjaldskrá Bonafide lögmanna.

Vakin er athygli á því að í ákveðnum málum kann að vera mögulegt að óska eftir gjafsókn eða eftir atvikum að fá réttaraðstoð úr tryggingum. Ef mál eru þess eðlis að þau kunni að fullnægja skilyrðum til gjafsóknar eða réttaraðstoðar aðstoðum við umbjóðendur við að kanna rétt þeirra.

Hægt er að óska eftir því að samið verði sérstaklega um verð í tengslum við ákveðin verk. 

 

PERSÓNUVERNDARSTEFNA

Bonafide lögmenn leggja mikla áherslu á persónuvernd, trúnað og þagmælsku í störfum sínum. Ný persónuverndarlöggjöf tók gildi 15. júlí 2018, lög nr. 90/2018 um persónuvernd og vinnslu persónuupplýsinga („persónuverndarlög”), en með lögunum var innleidd reglugerð Evrópuþingsins og ráðsins nr. 2016/679 frá 27. apríl 2016 um vernd einstaklinga í tengslum við vinnslu persónuupplýsinga og um frjálsa miðlun slíkra upplýsinga, í almennu tali nefnd „almenna persónuverndar-reglugerðin“. Hin nýja löggjöf leggur ríka skyldu á alla sem vinna með persónuupplýsingar.  Bonafide lögmönnum er unnt um að gæta vel að skilyrðum laganna, að öll vinnsla með persónuupplýsingar sé í samræmi við persónuverndarlög. Í persónuverndarstefnu þessari er gert grein fyrir hvernig Bonafide lögmenn varðveita og vinna persónuupplýsingar í samræmi við persónuverndarlög. Stefnan er í samræmi við ný lög um persónuvernd.

 1. Persónuupplýsingar, skilgreining.

Í persónuverndarlögunum er að finna skilgreiningu á hugtakinu persónuupplýsingar sem hljóðar svo: Persónuupplýsingar: Upplýsingar um persónugreindan eða persónugreinanlegan einstakling („skráðan einstakling“); einstaklingur telst persónugreinanlegur ef unnt er að persónugreina hann, beint eða óbeint, svo sem með tilvísun í auðkenni eins og nafn, kennitölu, staðsetningargögn, netauðkenni eða einn eða fleiri þætti sem einkenna hann í líkamlegu, lífeðlisfræðilegu, erfðafræðilegu, andlegu, efnalegu, menningarlegu eða félagslegu tilliti. 

 1. Persónuupplýsingar sem Bonafide lögmenn vinna með og tilgangur vinnslu.

Vegna eðli starfa Bonafide lögmanna er starfsfólki stofunnar oft nauðsynlegt að vinna með ýmsar persónuupplýsingar um viðskiptavini stofunnar og annarra til þess að geta veitt þá þjónustu sem óskað er eftir, en um er að ræða t.a.m. nafn, kennitölu, heimilisfang, netfang, símanúmer, hjúskaparstöðu, kyn, og fjárhagsupplýsingar. Sum verkefni Bonafide lögmanna eru þess eðlis að starfsfólk stofunnar vinnur með viðkvæmar persónuupplýsingar, t.a.m. um heilsufar, sakaferil og aðild að stéttarfélagi. Þegar um er að ræða viðskiptavini sem eru félög/fyrirtæki þá kann að vera að í störfum okkar þá þurfum við að vinna með upplýsingar um t.a.m. nöfn, kennitölur, heimilisföng, starfsheiti, netföng, símanúmer starfsmanna eða annarra aðila tengdum viðkomandi félögum/fyrirtækjum.Oftast nær er upplýsinga aflað beint frá viðskiptavinum eða tengiliðum þeirra. Í einhverjum tilfellum er upplýsingum þó aflað frá þriðja aðila, t.d. stjórnvöldum, dómstólum, úr opinberum skrám, fjármálafyrirtækjum, Credit Info, öðrum lögmönnum, og þá á grundvelli umboðs frá viðkomandi viðskiptavini.

 1. Heimild fyrir vinnslu persónuupplýsinga.

Bonafide lögmenn byggja vinnslu persónuupplýsinga í langflestum tilvikum á samþykki viðskiptavinar, sbr. 1. tölul. 9. gr. persónuverndaralaga, og nauðsyn til að efna samning við viðskiptavin, sbr. 2. tölul. 9. gr. persónuverndarlaga. Jafnframt getur í einhverjum tilvikum lagaskylda hvílt á Bonafide lögmönnum og vinnsla þannig byggt á 3. tölul. 9. gr. persónuverndarlaga. Í þeim tilvikum þegar um er að ræða viðkvæmar persónuupplýsingar byggir vinnslan eftir atvikum á 1. og/eða 6. tölul. 1. mgr. 11. gr. persónuverndarlaga, þ.e. á afdráttarlausu samþykki viðskiptavinar eða nauðsyn þess að unnt sé að stofna, hafa uppi eða verja réttarkröfur.

 1. Miðlun persónuupplýsinga til þriðja aðila.

Vegna starfa Bonafide lögmanna fyrir viðskiptavini sína kann að vera nauðsynlegt fyrir starfsfólk lögmannsstofunnar að miðla persónuupplýsingum til þriðju aðila í tengslum við þau verkefni sem Bonafide lögmenn vinna að fyrir viðkomandi. Sem dæmi þá kann að vera nauðsynlegt að miðla persónuupplýsingum til sérfróðra þriðju aðila sem veita ráðgjöf í tengslum við hagsmunagæslu fyrir viðskiptavin. Bonafide lögmenn kunna að miðla persónuupplýsingum til þriðju aðila sem veita lögmannsstofunni upplýsingatækniþjónustu eða aðra þjónustu sem varðar rekstur stofunnar, og er nauðsynleg vegna þeirra starfa sem við innum af hendi. Í þeim tilvikum er gætt að því að miðlun sé á grundvelli vinnslusamninga við viðkomandi þriðja aðila, vinnsluaðila, þar sem mælt er fyrir um ábyrgð og skyldur vinnsluaðila. Bonafide lögmönnum er jafnframt í einhverjum tilvikum nauðsynlegt að miðla upplýsingum til t.a.m. lögreglu, dómstóla, annarra lögmannsstofa, opinberra aðila eða gerðardóma, en þá eingögnu ef slík miðlun er nauðsynleg til að veita viðskiptavinum stofunnar þá þjónustu sem óskað er eftir eða eftir atvikum á grundvelli lagafyrirmæla. Bonafide lögmenn miðla ekki persónuupplýsingum utan Evrópska efnahagssvæðisins nema fyrir slíkri miðlun liggi samþykki viðkomandi viðskiptavinar.

 1. Öryggi.

Bonafide lögmenn leggja ríka áherslu á að öll gagnavistun sé örugg, m.a. með aðgangsstýringum í kerfum og notkun auðkenna, og er hýsing gagna í höndum vottaðra aðila og byggir á viðurkenndum tæknilausnum. Með þessum ráðstöfunum leitast Bonafide lögmenn eftir því að vernda persónuupplýsingar og að þær séu unnar með þeim hætti að viðeigandi öryggi persónuupplýsinganna sé tryggt, þ.m.t. vernd gegn óleyfilegri eða ólögmætri vinnslu og gegn glötun, eyðileggingu eða tjóni fyrir slysni, með viðeigandi tæknilegum og skipulagslegum ráðstöfunum 

 1. Breytingar og leiðréttingar á persónuupplýsingum.

Viðskiptavinir Bonafide lögmanna geta ávallt óskað eftir að rangar skráningar séu leiðréttar og er mikilvægt að allar breytingar sem kunna að verða á persónuupplýsingum viðskiptavina séu tilkynntar til Bonafide lögmanna, enda nauðsynlegt að þær upplýsingar sem Bonafide lögmenn vinna með séu bæði réttar og viðeigandi. Beiðni um leiðréttingu skal send á netfangið kolbrun@bonafide.is ásamt auðkenni svo sem skönnuðu vegabréfi eða ökuskírteini.

 1. Réttindi viðskiptavinar.

Viðskiptavinum Bonafide lögmanna er öllum stundum heimilt að fá aðgang að þeim persónuupplýsingum sem lögmannsstofan vinnur um viðkomandi viðskiptavin og hvernig vinnslunni er hagað, nema lög mæli fyrir um annað. Við ákveðnar aðstæður getur viðskiptavinur óskað eftir því að persónuupplýsingum um viðkomandi verði eytt, t.a.m. þegar samþykki fyrir vinnslu hefur verið afturkallað og engin önnur heimild liggur til grundvallar henni eða varðveisla upplýsinganna er ekki lengur nauðsynleg miðað við tilgang vinnslunnar. Sé vinnsla persónuupplýsinga byggð á samþykki er viðskiptavini hvenær sem er heimilt að afturkalla samþykki sitt.

Framangreind réttindi eru ekki fortakslaus, enda kunna lög að skylda Bonafide lögmenn til að hafna óskum um eyðingu eða aðgang/afhendingu gagna auk þess sem Bonafide lögmönnum getur verið rétt að hafna slíkri beiðni þegar aðrir hagsmunir vega þyngra, t.a.m. réttindi annarra aðila til friðhelgi einkalífs eða á grundvelli hugverkaréttar.

Beiðni um upplýsingar eða eyðingu gagna skal send á netfangið kolbrun@bonafide.is ásamt auðkenni svo sem skönnuðu vegabréfi eða ökuskírteini.

 1. Geymsla og eyðing gagna.

Bonafide lögmenn eyða þeim persónuupplýsingum sem lögmannsstofunni er ekki nauðsynlegt að geyma vegna starfa okkar, t.a.m. við lok verkefnis. Í mörgum tilvikum er Bonafide lögmönnum þó skylt að geyma upplýsingar í tiltekinn tíma, t.a.m. á grundvelli laga um peningaþvætti, laga um bókhald og laga um fyrningu.

 1. Persónuvernd, fyrirspurnir og kvartanir.

Viðskiptavinur Bonafide lögmanna, sem er ósáttur við vinnslu lögmannsstofunnar á persónuupplýsingum getur sent erindi, fyrirspurn og/eða kvörtun, til Persónuverndar (www.personuvernd.is) sem hefur eftirlit með lögum og reglum um vinnslu persónuupplýsinga.

 1. Samskiptaupplýsingar

Samskiptaupplýsingar um umsjónarmann Bonafide lögmanna, sem hefur eftirlit með framfylgni við þessa persónuverndarstefnu, Kolbrún Arnardóttir, kolbrun@bonafide.is, s. 533-5577.

Samskiptaupplýsingar um lögmannsstofuna: Bonafide lögmenn, Klapparstíg 25-27,101 Reykjavík

 1. Endurskoðun

Persónuverndarstefna þessi getur tekið breytingum, t.a.m. í samræmi við breytingar á lögum eða reglugerðum.  Allar breytingar sem kunna að verða gerðar á stefnunni taka gildi eftir að uppfærð útgáfa hefur verið birt á heimasíðu Bonafide lögmanna. 

Persónuverndarstefna þessi var sett þann 15. júlí 2018.

 

 

 

Tímagjald:

Tímagjald hjá Bonafide lögmönnum er kr. 21.500.- til  32.500.- pr. klukkustund.

Bonafide lögmenn áskilja sér rétt til að bæta við álagi á tímagjald í ákveðnum tilfellum, t.d. þegar vinnu þarf að inna af hendi með mjög stuttum fyrirvara, á frídögum, á erlendu tungumáli o.þ.h.

Gjald fyrir mót (mætingu) við fyrirtöku á dómsmáli, aðför, nauðungarsölumeðferð, kyrrsetningu, lögbanns- eða löggeymslugerðir og útburðar og innsetningaraðgerðir er kr. 9.000.- auk virðisaukaskatts.

Tímagjald vegna vinnu fyrir erlenda aðila er Eur 200 – 320.

Málflutningur:

Í málum þar sem munnlegur flutningur fer fram eða gagnaöflun fer fram eftir þingfestingu skal þóknun vera sem hér segir:

Grunngjald skal vera kr. 200.000.- auk 15% af stefnufjárhæð og vöxtum, allt að kr. 6.000.000.-, 10% af næstu 10.500.000.- og 7,5% af því sem umfram er.

Reikna skal þóknun af samanlagðri fjárhæð höfuðstóls og vaxta.

Þóknun fyrir málflutning getur aldrei orðið lægri en sem nemur tímagjaldi skv. tímaskráningu Bonafide lögmanna.

Dæmdur málskostnaður hefur ekki áhrif á þóknun lögmanns, nema um það sé sérstaklega samið.

Ýmis skjalagerð: 

Þóknun fyrir skjalagerð við stofnun félaga er kr. 80.000.- auk umsamið tímagjald. 

Þóknun fyrir gerð erfðaskrár er kr. 40.000.- auk umsamið tímagjald.

Þóknun fyrir gerð kaupmála er kr. 50.000.- auk umsamið tímagjald.

Þóknun fyrir gerð húsaleigusamninga er kr. 40.000.- auk umsamið tímagjald.

Þóknun fyrir gerð skuldabréfa, tryggingabréfa, veðleyfis, veðbandalausnar, umboðs og sambærilegra skjala er kr. 45.000.-

Afrit:

Afrit af gögnum til hlutaðeigandi aðila eftir að máli er lokið kostar kr. 5.000.-

Annað:

Bonafide lögmenn áskilja sér rétt á að krefjast fyrirframgreiðslu á hluta þóknunar, áður en vinna við málið hefst.

Almennar innheimtur:

Grunngjald kr. 30.000.- en við það bætist:

25% af fyrstu kr. 75.000.-
20% af næstu 75.000.- 
15% af næstu kr. 200.000.-
10% af næstu kr. 750.000.-
5% af næstu 7.500.000.-
4% af næstu 50.000.000.-
3% af því sem umfram er.

Innheimtuþóknun skal reikna af samanlagðri fjárhæð höfuðstóls og vaxta nema um annað sé samið. 

Útlagður kostnaður:

Greiða skal allan útlagðan kostnað til viðbótar við tímagjald, þar með talið ferða- og aksturskostnað og kostnað vegna opinberra gjalda, læknisvottorða og matsgerða.  Greiði Bonafide lögmenn útlagðan kostnað er heimilt að leggja allt að 10% álag ofan á fjárhæðina.

Skráningargjald:

Skráningargjald er fast gjald, kr. 2.700.-  sem lagt er á alla reikninga. Í gjaldinu felst skráning í gagnagrunn og málaskrár Bonafide lögmanna og bókhaldsforrit.

Virðisaukaskattur:

Við allar fjárhæðir bætist við virðisaukaskattur eins og hann er á hverjum tíma.

Reykjavík, 1. janúar 2016
Bonafide lögmenn/ráðgjöf sf.

 

Staðsetning

REYKJAVÍK

 

 

KLAPPARSTÍGUR 25-27,
101 REYKJAVÍK,
ÍSLAND
SÍMI + 354 533-5577
FAX + 354 533-5578

BÍLASTÆÐI ERU Í BÍLASTÆÐAHÚSINU TRAÐARKOTI, HVERFISGÖTU 20, GEGNT ÞJÓÐLEIKHÚSINU.